Breska fjármálaráðuneytið ýjaði að því í dag að vonir íslenskra stjórnvalda um að fá aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (IMF) hvíli á að þau tryggi eignir innistæðueigenda í íslenskum bönkum í Bretlandi og annars staðar.

Dow Jones-fréttaveitan hefur eftir talsmanni breska fjármálaráðuneytisins að IMF treysti á það að þær þjóðir sem sjóðurinn aðstoðar standa við skuldbindingar sínar gagnvart kröfuhöfum.

Bretar séu ekki einir í þessari stöðu og munu því önnur ríki krefjast þess sama af íslenskum stjórnvöldum.