Launamunur kynjanna er nokkuð meiri í opinbera geiranum í Bretlandi en í einkageiranum samkvæmt opinberum tölum.

Þannig þéna karlmenn í opinberum störfum allt að 25% hærra en konur en í frétt breska blaðsins The Daily Telegraph kemur fram að almennur launamunur kynjanna í landinu er um 12,8%.

Ríkisstjórn Bretlands tilkynnti fyrir nokkrum vikum að fyrirtæki á Bretlandi yrðu neydd til að láta af hend upplýsingar um laun starfsmanna sinna, til að hægt yrði að skoða nánar tölur um launamun kynjanna.

Samkvæmt tölum frá bresku hagstofunni kemur fram að meðallaunamunur milli kynja í opinbera geiranum sligar í 14% á árinu 2008. Launamunur kynjanna í einkageiranum mælist um og yfir 9,5% að meðaltali. Þá greinir Telegraph einnig frá því að launatöflur opinberra starfsmanna geri í einhverjum tilvikum ráð fyrir hærri launum til karlmanna.

Jafnréttisfrumvarp bresku ríkisstjórnarinnar mun skylda opinberar stofnanir til að jafna launamun kynjanna. Þá verður öllum stofnunum, opinberum fyrirtækjum og eins einkafyrirtækjum með yfir 250 starfsmenn gert skylt að fara eftir lögunum ella eiga það á hættu að fá á sig ákæru.