Umsvif einkageirans á Bretlandi verður minni á fyrsta ári nýrrar ríkisstjórnar á næsta ári en hann var á fyrsta starfsári Verkamannaflokksins, veturinn 1998 - 99.

Þetta kemur fram í umfjöllun breska blaðsins The Telegraph um helgina en kosningar fara fram á næsta ári. Verkamannaflokkurinn komst til valda árið 1997 en blaðið miðar við fyrsta fjárlagaár flokksins sem var sem fyrr segir, 1998 – 99.

Blaðið segir í umfjöllun sinni að undir stjórn Verkamannaflokksins hafi einkageirinn í raun hrunið og þegar horft sé til síðustu tíu ára hafi hann vaxið um núll prósent. Kallar blaðið það „týnda áratuginn.“

Þannig muni framlag einkageirans á næsta ári nema 706,1 milljarði Sterlingspunda, samanborið við 708,9 millljarða punda árin 1998/99, á framreiknuðu verðlagi. Þessar tölur byggja á útreikningum hugveitunnar Policy Exchange en samkvæmt sömu tölum hefur opinberi geirinn vaxið um 63%. Gert er ráð fyrir að hagkerfi Bretlands dragist saman um 4,5% á þessu ári.

Telegraph hefur eftir Andrew Lilico, yfirhagfræðingi Policy Exchange að rekja megi hluta vaxtar hins opinbera til mikilla fjárútláta yfirvalda vegna efnahagskrísunnar en þá hafi ríkisútgjöld aukið síðustu tíu árin utan þess.

Hugveitan kemst að þeirri niðurstöðu að á stjórnarárum íhaldsflokksins, árin 1979/80 til 1997/98 hafi einkageirinn vaxið um 66% en opinberi geirinn á sama tíma vaxið um 29%.

Sjá umfjöllun Telegraph hér.