Bretar voru duglegir við að kaupa tölvuleiki á síðasta ári og virðist leikjagleðin hafa gripið þá sem aldrei fyrr. Samkvæmt sölutölum frá leikjasalanum Game, sem er einn sá stærsti í Bretlandi, var salan vel yfirvæntingum og rúmlega það. Söluaukningin milli ára nam 43%.

Þrátt fyrir þessa góðu sölu á síðasta ári segir talsmaður Game fyrirtækið vera með fæturna á jörðinni og reikna með að söluaukningin í ár verði milli 5 og 10%. Sala á tölvuleikjum er yfirleitt mest fyrir jól.

Áætlaður hagnaður Game verslunnarkeðjunnar fyrir árið 2008 er 74 milljón sterlingspund fyrir skatta.