Allt útlit er fyrir að smásala í Bretlandi í júlí hafi verið töluert undir væntingum smásala og útsölur því haft lítið áhrif til söluaukningar.

Þetta kemur fram í breskum fjölmiðlum í dag en samtök verslunar og þjónustu (CBI) þar í landi gera óformlega könnun undir lok hvers mánaðar til að meta smásölumarkaðinn.

Samkvæmt upplýsingum frá CBI búast 47% smásala í Bretlandi við minnkandi sölu milli ára í júlí en 32% búast við aukinni sölu. Af þeim búast aðeins 10% við verulega aukinni sölu.

Ef fer sem horfir hefur smásala í Bretlandi þá minnkað um 15% milli ára, en hafði í júní minnkað um 17% milli ára. Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir því að munurinn yrði 12% lækkun milli ára.

Aðeins skóbúðir og matvöruverslanir horfa fram á aukna sölu. Mesti samdrátturinn á sér stað í fataverslunum og húsgagnaverslunum.

Í frétt BBC af málinu kemur fram að smásalar búast við enn lélegri ágústmánuði.