Mörg bresk fyrirtæki munu strax eftir áramót hefja umsvifamiklar sparnaðaraðgerðir sem munu eðli málsins samkvæmt hafa í för með sér enn frekar uppsagnir.

Frá þessu er greint í breska blaðinu The Daily Telegraph. Í nýlegri könnun sem var unnin fyrir blaðið kemur fram að nærri helmingur allra fyrirtækja hefur ákveðið að bíða með uppsagnir þangað til eftir jól og áramót.

Þá kemur fram að um 60% þeirra sem starfa við ráðningar gera ráð fyrir að fyrirtæki muni almennt segja upp allt að 5% - 20% starfsmanna sinna.

Í greinagerð könnunarinnar kemur fram að greiningaraðilar geri ráð fyrir „blóðbaði“ á vinnumörkuðum á fyrsta ársfjórðungi næsta árs.

Sjá umfjöllun Telegraph.