Þjóðverjar munu lúta í lægra haldi fyrir Bretum á lista yfir stærstu hagkerfi Evrópu, fyrir árið 2030, ef marka má niðurstöður rannsóknarstofnunarinnar CEBR (Centre for Economic and Business Research). BBC fréttastofan greinir frá þessu.

Þýskaland situr eins og stendur í efsta sæti listans, en ör vöxtur breska hagkerfisins á næstu árum mun auðvelda Bretum að krækja í fyrsta sætið að mati CEBR. Mikil fólksfjölgun á Bretlandseyjum leikur þar stórt hlutverk.

Niðurstaða skýrslu CEBR er keimlík þeirri sem Viðskiptaráð Bretlands (British Chambers of Commerce) birti á dögum þar sem vakin var athygli á auknu trausti til viðskiptageirans þar í landi. Viðskiptaráð Bretlands spáði því jafnframt að á næsta ári yrði breskt hagkerfi, í fyrsta skiptið frá því að alþjóðlega fjármálakreppan skall á, stærra að umfangi en það var þegar mesta landsframleiðslu mátti merkja árin fyrir kreppuna.

Í skýrslu CEBR kemur einnig fram að Kína muni líklega taka fram úr Bandaríkjunum árið 2028, ef tekið er mið af stærð hagkerfanna.

Hægt er að lesa greinina hér .