Englandsbanki lækkaði í dag stýrivexti sína um 50 punkta, úr 1% í 0,5% en þegar stýrivextir voru lækkaði í 1% fyrir um mánuði síðan náðu þeir sögulegu lágmarki og hafa aldrei verið lægri í tæplega 315 ára sögu bankans.

Þá leggur bankinn nú drög að því að setja um 150 milljarða Sterlingspunda í umferð í þeirri von að koma í veg fyrir frekari samdrátt.

Nokkur umræða hefur verið um það á Bretlandi síðustu vikur um hvort peningaprentvélar bankans yrði settar í gang en nú virðast bæði stjórnvöld og stýrivaxtanefnd Englandsbanka vera sammála um að nauðsynlegt sé að setja frekara fjármagn í umferð.