Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur hvatt önnur aðildarríki Evrópusambandsins að borga sinn skref í NATO samstarfinu. Leiðtogar aðildarríkja ESB funda nú í Möltu. CNN tekur málið fyrir.

Búist er við því að May greini leiðtogum Evrópusambandsríkjanna um nýlega ferð sína til Bandaríkjanna þar sem að hún ræddi við Donald J. Trump, forseta Bandaríkjanna, meðal annars um NATO. Nýverið lét Trump hafa eftir sér í viðtali að NATO væri úrelt stofnun og að ríki borguðu ekki sinn skerf til samstarfsins.

Trump og May gætu þó haft nokkuð til máls síns, en einungis fimm lönd af 28 í NATO borga 2% af landsframleiðslu sinni í varnarmál, eins og gert er ráð fyrir. Löndin fimm eru Bandaríkin, Grikkland, Pólland, Eistland og Bretland. Bandaríkin borga langmest hlutfallslega eða 3,61% af allri vergri landsframleiðslu í varnarmál. Á eftir þeim koma Grikkir sem borga 2,38% samkvæmt upplýsingum frá NATO.

Ísland: 0,1%

Samkvæmt upplýsingum frá OECD borgaði Ísland einungis 0,1% af VLF í hernað, en líklegt er að Íslendingar séu með einhvers konar undanþágu hjá NATO, þar sem að Ísland er herlaust ríki.

Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, James “Mad Dog“ Mattis, hefur hins vegar varið NATO og sagt að það sé gífurlega mikilvægt hagsmunum Bandaríkjanna. Rex Tillerson, nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur áður varið samtökin.