Elísabet Bretlandsdrottning gaf í gær út yfirlýsingu þar sem hún neitar því að hafa verið beðin að hafa afskipti af þjóðaratkvæðagreiðslu Skota um hvort ríkið verði sjálfstætt.

Fréttir hafa borist af því að breskir þingmenn, sem áhyggjur hafi haft af því að Skotar fái sjálfstæði, hafi stungið upp á við drottninguna að hún skærist í leikinn.

Í yfirlýsingunni frá drottningunni segir hins vegar að hún muni halda áfram að vera hlutlaus og sagðist ekki munu skipta sér af pólitískum málefnum. Þá sagði hún þá sem fara með opinber völd í landinu hafa skyldu til þess að tryggja að svo verði áfram.