Engin ástæða er til að ætla að hlutabréfamarkaðurinn ráði ekki við að fá Landsbankann á markað. Þetta segir Magnús Harðarson, aðstoðarforstjóri Kauphallarinnar. Hann var einn ræðumanna á morgunfundi Landsbankans í dag þar sem úttekt á stöðu bankanna var kynnt. Hann sagði að vanda þurfi  til verka við skráningu Landsbankans.

„Skráning bankans á markað er virðisaukandi aðgerð fyrir eigendur, í þessu tilfelli ríkið“, sagði Magnús og benti á að skráninguna auka gegnsæi, auðvelda aðra fjármögnun, styrkja verðbréfamarkaðinn, greiða fyrir fjármögnun atvinnulífsins og lækka skuldabyrði ríkissjóðs. Því væri ekkert annað í stöðunni en að taka skýra stefnu og bretta upp ermar sem allra fyrst.

Fjallað var um íslensku bankanna á fundi Markaða Landsbankans í morgun.