Bretar ganga að kjörborðinu hinn 23. júní næstkomandi og kjósa um það hvort þeir vilji áfram vera aðilar að Evrópusambandinu (ESB) eða hvort þeir kjósa að segja skilið við við það. Þar í landi hafa lengi verið uppi nokkrar efasemdir um Evrópusamrunann (og sumir meginlandsbúar tortryggja heilindi Breta í ESB), en þær hafa vaxið mjög síðustu misseri eftir því sem vandræði Evrópusambandsins og evrusvæðisins hafa aukist. Evrópusambandsaðildin er margþætt.

Hana má ræða út frá stjórnmálaafstöðu, hreinu hagsmunamati, fullveldið vefst fyrir mörgum og svo er einnig þjóð­ ernisþátturinn, sem skiptir máli, hvað sem hver segir. Fyrir íslenska áhugamenn um Ísland og Evrópusambandið — hvort sem þeir vilja inn eða ekki — eru þessar kosningar Bretanna mjög áhugaverðar.

Íslensk stjórnmál draga um margt dám af hinum bresku, en umfram allt verða í þessari kosningabaráttu brotin til mergjar mörg sömu álitaefni. Þar geta Íslendingar fengið svör við ýmsum spurningum, sem vafist hafa fyrir þeim um þessi efni.

Frjálshyggja eða sósíalismi

Breska hagfræðistofnunin Institute for Economic Affairs (IEA) er meðal helstu vígja frjálshyggjumanna þar í landi, en þar átti Magga Thatcher örugga bakhjarla á sínum tíma, en þessa dagana fæst hún aðallega við að halda hinni miðjusæknu ríkisstjórn Davids Cameron við efnið frá hægri. Innan stofnunarinnar hafa menn alls ekki verið á einu máli um afstöðuna til Evrópuspurningarinnar.

Það þótti þó nokkrum tíðindum sæta þegar Mark Littlewood, framkvæmdastjóri IEA og ötull Evrópusinni til margra ára, greindi frá því að sér hefði snúist hugur, hann myndi hvetja menn til þess að ganga úr Evrópusambandinu. Það vakti því áhuga margra þegar stofnunin boðaði í liðinni viku til málstofu um Evrópusambandskosningarnar, þar sem sjónum var aðeins beint að hagfræðilegri hlið málsins og það út frá sjónarhorni frjálshyggjunnar. Fullt var út úr dyrum og met­ áhorf á netvarp af honum. Tveir starfsmenn stofnunarinnar mæltu með og á móti Evrópusambandsaðild, en með þeim á palli voru tveir stjórnmálamenn, með og á móti.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .