Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, þ.e. seðlabanki Bretlands, segir að efnahagslegum stöðugleika Bretlands verði ógnað ef að Bretlands segir sig úr Evrópusambandinu.

Hann sagði einnig að ef að niðurstöða kosninga væri á þá leið að landið myndi ganga úr sambandinu þá gætu önnur ríki sett áhættuálag á fjárfestingar í Bretlandi. Ef að útgöngu verður þá muni landið einnig ekki geta treyst á utanaðkomandi aðstoð í sífellt óstöðugra ástandi efnahags heimsins. Slíkar aðstæður væru ekki góðar þegar efnahagshallinn væri 4% til 4,5% af landsframleiðslu sagði Mark.

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands hefur lofað að í ár verði haldin þjóðaratkvæðagreiðsla um áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu. Endanleg dagsetning liggur ekki fyrir.