David Davis, ráðherrannem hefur yfirumsjón með ferlinu er varðar úrsögn Breta úr Evrópusambandinu, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í frétt Financial Times .

Í kjölfar afsagnar sinnar staðhæfði hann að forsætisráðherra Bretlands, Theresa May, hafi ekki gengið nógu langt í stefnu sinni varðandi úrsögn breta úr ESB. Hann sagði jafnframt að hann vonaðist til að með afsögn sinni myndi May endurskoða stefnu sína og taka harðari afstöðu gagnvart útgöngu.

Stuðningsmaður Brexit, Dominic Raab, sem áður starfaði sem húsnæðismálaráðherra Bretlands hefur verið skipaður í stað Davis.

Í afsagnarbréfi sínu ásakaði Davis forsætisráðherrann um að svíkja loforðin sem hún hafði gefið að bretar skuli yfirgefa innri markað ESB og tollabandalagið.

Í svarbréfi Theresu May til David Davis sagðist hún harma það að hann hafi yfirgefið embættið þegar markmiðið að ná fram árangursríkri útgöngu væri í nánd.