*

þriðjudagur, 31. mars 2020
Erlent 21. febrúar 2020 19:15

Breyta 6.600 milljörðum í áburð

Breyta á milljörðum gamalla tuttugu punda seðla í áburð í stærstu seðlainnköllun Breta frá upphafi.

Ritstjórn
Mark Carney, bankastjóri Englandsbanka, með nýjan tuttugu punda seðil sem skreyttur er mynd af málaranum J. M. W. Turner.
epa

Englandsbanki vinnur nú að því að láta eyða gömlum tuttugu punda seðlum fyrir andvirði 40 milljarða punda, um 6.600 milljarða króna. Alls á að breyta tveimur milljörðum seðla í áburð og taka í þeirra stað nýrri og öruggari útgáfu af seðlunum í notkun. Bretar hafa aldrei tekið annað eins magn seðla úr umferð í einu. BBC greinir frá.

Gömlu tuttugu punda seðlarnir voru merktir skoska hagfræðingnum Adam Smith.

Þegar búið sé að taka visst magn seðla úr umferð gefi Englandsbanki sex mánaða frest til að skila afganginum inn. Eftir það verði ekki tekið á móti fleiri seðlum. Þegar búið sé að taka visst magn seðla úr umferð gefi Englandsbanki sex mánaða frest til að skila afganginum inn. Eftir það verði ekki tekið á móti fleiri seðlum.

Það er mun styttri tími en þegar Bretar innkölluðu síðast tuttugu punda seðla árið 2007. Þá liðu þrjú ár frá því að byrjað var að eyða gömlum tuttugu punda seðlum þar til þeir voru teknir úr umferð.

Nýju seðlarnir eru 15% minni en gömlu seðlarnir sem hefur haft þær afleiðingar í för með sér að gera hafi þurft breytingar á tugþúsundum hraðbanka á Bretlandseyjum.

Breyta á gömlu seðlunum í áburð. Fram til ársins 1990 eyddi Englandsbanki gömlum seðlum með því að brenna þá til að hita höfuðstöðvar bankans.