Háskólinn á Bifröst mun frá og með næsta hausti breyta kennslu við skólann og verður námið allt kennt í 6-7 vikna lotum. Anna Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarrektor segir verkefnaálag á nemendur dreifast betur með þessum breytingum. Einnig verður tekin upp vendikennsla en þá eru fyrirlestrar settir á netið fyrir nemendur.

VB Sjónvarp ræddi við Önnu.