*

mánudagur, 19. apríl 2021
Erlent 25. febrúar 2021 13:01

Breyta horfum úr stöðugum í neikvæðar

Moody's telur horfur lyfjafyrirtækisins Alvogen Pharma US hafa versnað, m.a. vegna hás skuldahlutfalls á móti EBITDA.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Horfur lyfjafyrirtækisins Alvogen Pharma US hafa versnað úr „stöðugum“ í „neikvæðar“, í nýju mati lánshæfisfyrirtækisins Moody‘s. Breytt mat Moody‘s byggist á auknum líkum að fyrirtækið nái ekki að halda skuldum undir fimmfaldri EBITDA á sama tíma og það horfi fram á hækkandi endurfjármögnunaráhættu (e. refinancing risk).  

Skuldsetningarhlutfall Alvogen Pharma US hefur lækkað á síðasta ári en „er áfram mjög hátt“, samkvæmt frétt Yahoo. Það stafi meðal annars af töfum á sendingum í lykilsamningum ásamt því að lengri tíma hafi tekið að fá samþykki fyrir lykilvörur. Lánshæfiseinkunn lyfjafyrirtækisins hélst þó óbreytt.