Starfshópur fjármála- og efnahagsráðherra sem ætlað er að semja frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjuskatt mun skila af sér í 1. júlí næstkomandi og er gert ráð fyrir að frumvarpið verið tilbúið á haustþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu að frumvarpið eigi að uppfylla samningsskyldur Íslands samkvæmt EES-samningnum og athugasemdum ESA. Litið verður til norskrar löggjafar um skattalega meðferð félaga við samruna yfir landamæri sem líklega fyrirmynd íslensku reglnanna.

Starfshópurinn var settur á laggirnar í kjölfar athugasemda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) vegna skattlagningar óinnleysts hagnaðar hjá fyrirtækjum sem renna saman þvert á landamæri. ESA tilkynnti fyrr í dag að ákveðið hafi verið að stefna Íslandi fyrir EFTA-dómstólinn vegna skattlagningarinnar.