Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa breytt vinnuviku sinni á opinberum vinnumarkaði og í skólum, líkt og kemur fram í grein hjá Bloomberg . Vinnuvikan mun standa frá mánudegi til föstudags, þar sem föstudagurinn verður hálfur vinnudagur en föstudagur er heilagur dagur í Íslam.

Fyrir breytingarnar, sem taka gildi 1. janúar, var vinnuvikan frá sunnudegi til fimmtudags, en ríkisstjórnin segir breytinguna vera til þess fallna að færa ríkið nær alþjóðlegum mörkuðum.

Stjórnvöld gefa einkageiranum svigrúm til að ráðstafa vinnuvikunni eins og þeim hentar, svo lengi sem farið sé eftir lögum á vinnumarkaði.