*

mánudagur, 25. október 2021
Erlent 3. júlí 2020 15:15

Breytanleg skuldabréf í tísku

Sala á breytanlegum skuldabréfum hefur ekki verið meiri síðan 2007.

Ritstjórn
epa

Sala breytanlegra skuldabréfa hefur ekki verið meiri frá árinu 2007 en minni fyrirtæki leita til þessa lánaforms í fjármögnunaraðgerðum á Covid-tímum. Reuters segir frá

Breytanleg skuldabréf að andvirði 89 milljarða dollara hafa verið gefin út á árinu, samkvæmt gögnum frá Refinitiv. Stór hluti sölu þessara skuldabréfa eiga sér stað í Bandaríkjunum þó að útgáfa í Evrópu hafi vaxið frá því að faraldurinn setti heimshagkerfið á annan enda. 

Aukningin á þessu lánaformi er andstætt því sem gerðist í fjármálakrísunni árið 2008 en þá fór markaðurinn fyrir breytanleg skuldabréf í lægð vegna fælni fjárfesta við fyrirtæki með lága lánshæfiseinkunn. 

Breytanleg skuldabréf gera fyrirtækjum með lága eða enga lánshæfiseinkunn auðveldara fyrir að sækja í fjármagn heldur en hefðbundnari skuldabréfaútgáfa. Fjárfestar eru líklegri til að kaupa breytanleg skuldabréf hjá slíkum fyrirtækjum þar sem þeir fá rétt á að breyta bréfinu í hlutabréf þó að þeir fá greitt nafnvexti og endurgreiddan höfuðstól á gjalddaga ef rétturinn er ekki nýttur. 

„Stór hluti af markaði breytanlegra skuldabréfa er með fyrirtæki með enga lánshæfiseinkunn (e. unrated bonds) en margir fjárfestar eru að koma frá skuldabréfa- og hlutabréfamarkaðnum,“ segir Thierry Petit, yfirmaður hlutabréfasviðs hjá BNP Paribas.

„Við þurfum að bíða og sjá hvort kaupendur bréfanna hafi verið snjallir eða hvort þeir hafi gripið fallandi hníf,“ sagði Jasper van Ingen, meðeigandi hjá NN Investment Partners. 

Stikkorð: skuldabréf Breytanleg