Ásdís Halla Bragadóttir hefur tekið sæti í stjórn Nova ehf. Nova er samskiptafyrirtæki með rekstrarleyfi fyrir 3G farsíma- og netþjónustu og hyggst bjóða þjónustu sína fyrir árslok. Nova er í eigu fjárfestingarfélagsins Novators, sem hefur m.a. sérhæft sig í fjárfestingum á sviði fjarskipta og býr yfir mikilli reynslu á uppbyggingu og rekstri 3G fyrirtækja. Framkvæmdastjóri Nova er Liv Bergþórsdóttir.

Aðrir í stjórn Nova eru Sigþór Sigmarsson fjármálastjóri Novators og Tómas Ottó Hansson framkvæmdastjóri Novators sem er stjórnarformaður. Ásdís Halla kemur inn í stjórnina í stað Birgis Más Ragnarssonar lögfræðings. Ásdís Halla hefur víðtæka reynslu úr stjórnmálum og viðskiptum, hún hefur m.a. verið bæjarstjóri í Garðabæ og gegnt starfi forstjóra BYKO.