Samkvæmt yfirliti Matvælastofnunar hafa 39 breytingar verið gerðar á lögum og reglum á sviði matvælaöryggis, dýravelferðar og annarra sviða stofnunarinnar síðan 18. júní 2015. Það er að jafnaði ein reglugerð­arbreyting á fimm daga fresti.

Á meðal þess sem hefur breyst eru reglur um lágmarksbreidd og stærð svínastía, reglur um innflutning djúpfrysts nautasæðis og reglur um eftirlit með fóðri. Þá breyttust reglur um bragð­ efni, heilsufullyrðingar og hluti úr plasti sem ætlað er að komist í snertingu við matvæli. Stór hluti reglubreytinganna sem um ræðir er vegna EES-reglugerða.