Gerðar hafa verið gerðar breytingar á framkvæmdastjórn Askar Capital. Dr. Sverrir Sverrisson tekur við eigin viðskiptum bankans. Á sama tíma tekur Christian Yates við af Sverri sem framkvæmdastjóri eignastýringar.

Í tilkynningu frá Askar Capital segir að Christian Yates hafi tekið við framkvæmdastjórn eignastýringarsviðs Askar Capital. Christian var áður forstjóri alþjóðlegs eignastýringarsviðs Bear Stearns, með aðsetur í Lundúnum. Í starfi sínu byggði hann upp eignastýringarsvið bankans utan Bandaríkjanna.

Áður en Christian Yates gekk til liðs við Bear Stearns var hann forstjóri Julius Baer Insvestments Limitied í Lundúnum, en áður gegndi hann meðal annars starfi framkvæmdastjóra hjá Chase Asset Management og sem yfirmaður viðskiptaþróunar hjá Lazard Asset Management. Þá hefur Christian setið í stjórnum breskra lífeyrissjóða.

Nýr framkvæmdastjóri eigin viðskipta Askar Capital

Dr. Sverrir Sverrisson verður nú framkvæmdastjóri eigin viðskipta bankans. Sverrir er einn stofnenda Askar Capital, en hann starfrækti áður fyrirtækið Ráðgjöf og efnahagsspá (R&E), sem er eitt þriggja fyrirtækja sem sameinuð voru í aðdraganda stofunar Askar Capital.

Sverrir stofnaði R&E ásamt Yngva Harðarsyni árið 1993. Fram að því hafði Sverrir verið aðalhagfræðingur Kaupþings og fjárfestingarráðgjafi fyrir fjölda bandarískra og danskra miðlunarfyrirtækja og banka.

Sverrir hefur doktorsgráðu í hagfræði frá Kaupmannahafnarháskóla, með áherslu á alþjóðahagfræði og meistaragráðu í hagfræði frá sama skóla.

Haft er eftir TryggviaÞór Herbertssyni, forstjóri Askar Capital í tilkynnigunni: „Christian Yates stýrði uppbyggingu alþjóðlegs eignastýringarsviðs Bear Stearns um árabil. Hann færir okkur þekkingu og tengsl sem munu reynast fyrirtækinu mjög mikilvæg við áframhaldandi uppbyggingu eignastýringarsviðs bankans á alþjóðlegum vettvangi.“