Í samræmi við ákvörðun ríkisstjórnarinnar á síðast liðinu sumri um breytingar á Stjórnarráðinu, fluttust málefni er varða hugverkaréttindi á sviði iðnaðar, m.a. einkaleyfi, vörumerki og hönnun frá iðnaðarráðuneyti til viðskiptaráðuneytis.

Í tilkynningu á vef viðskiptaráðuneytisins segir að á grundvelli þessarar breytingar heyrir starfsemi Einkaleyfastofu undir viðskiptaráðuneytið frá áramótum.

Þá munu lög um alferðir framvegis heyra undir viðskiptaráðuneytið, en lagabálkurinn hefur hingað til verið á verksviði samgönguráðuneytisins.

Loks fluttust málefni er varða fasteignakaup og sölu fasteigna, fyrirtæka og skipa frá dómsmálaráðuneyti til viðskiptaráðuneytisins.