Aðalfundur Flugstoða ohf. fór fram þriðjudaginn 3. júní. Á fundinum fóru fram hefðbundin aðalfundarstörf. Kynntur var árseikningur Flugstoða ohf. og dótturfélaganna Flugfjarskipta ehf. og TERN Systems hf. og var hann samþykktur.

Nokkrar breytingar urðu á stjórn fyrirtækisins.

Áfram sitja Ólafur Sveinsson, stjórnarformaður, Hilmar Baldursson og Arnbjörg Sveinsdóttir en úr stjórn viku Gunnar Finnsson og Sæunn Stefánsdóttir.

Í stað þeirra taka Ásgeir Magnússon og Margrét Kristmannsdóttir sæti í stjórn Flugstoða.

Þær breytingar urðu einnig á skipun stjórnar að varamönnum fjölgar í fimm. Varamenn eru Steindór Haraldsson, Sigrún Björk Jakobsdóttir,  Hreinn Pálsson,  Áslaug Alfreðsdóttir og Guðrún Erlingsdóttir.