Fyrirhugaðar eru breytingar á stjórn Keops á aðalfundi félagsins sem haldinn verður 26. janúar næstkomandi. Einn þeirra sem kemur inn er Steen Hundevad Knudsen, forstjóri danska félagsins A.P. Møller-Mærsk, segir í frétt á vefsíðu danska blaðsins Børsen..

Aðrir eru meðal annars Skarphéðinn Berg Steinarsson og Eiríkur S. Jóhannsson. Í samtali við Viðskiptablaðið sagðist Skarphéðinn Berg, framkvæmdastjóri Norrænna fjárfestinga Baugs, vera mjög ánægður með fyrirhugaða stjórn.

,,Þetta er góð stjórn sem mun taka við og það er ljóst að það er mikill fengur í að fá jafn öflugan mann inn eins og Steen Hundevad Knudsen,? sagði Skarphéðinn Berg í samtali við Viðskiptablaðið.