Breytingar urðu á stjórn úkraínska Lviv-bankans, sem íslenskir fjárfestar eiga meirihluta í, þann 19. júlí, samkvæmt Ukrainian News. Fulltrúi minnihlutaeigenda bankans, Orest Varanytsia, hætti í stjórn og í stað hennar kom Maria Chypurko, sem áður var aðalendurskoðandi bankans.

Þá tók Rostyslav Turkevych sæti í stjórn bankans, en 12. júlí sl. skiptu eigendur um stjórnarformann og skipuðu Mykola Vozniuk í þá stöðu, í stað Yaroslava Kyryliuk.

Lviv-banki er lokað hlutafélag, en í byrjun maí keyptu íslenskir fjárfestar, undir forystu MP Fjárfestingarbanka, nærri allt hlutafé í félaginu.