Á hluthafafundi Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í dag verða samþykktar breytingar á stjórn félagins, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, ásamt því að auka hlutafé þess, eins og áður hefur verð greint frá í fjölmiðlum.

Stefán Eggertsson verður áfram formaður stjórnarinnar og Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri Promens, mun taka við sem varaformaður.

Halldór Þór Halldórsson og Skúli Valberg munu fara úr stjórn, segja heimildarmenn Viðskiptablaðsins, og í stað þeirra munu tveir aðilar taka sæti í stjórn félagins fyrir hönd nýrra fjárfesta í félaginu.

Félög tengd Björgólfi Guðmundssyni fara með meirhluta í Árvakri.