Samband breskra bankastofnana (BBA) hyggst ráðast í breytingar á því hvernig gögnum um LIBOR vexti ýmissa gjaldmiðla, sem sambandið birtir daglega, er safnað. Þetta kemur fram í hálffimm fréttum Kaupþings.

„LIBOR-vextirnir, sem sambandið birtir, byggjast á daglegum spurningalista til 16 bankastofnanna en í kjölfar lausafjárkrísunnar hafa komið í ljós ýmsir vankantar á fyrirkomulagi gagnasöfnunarinnar og er áætlað að fjölga þeim bönkum sem spurðir eru um kjör sín,“ segir í hálffimm fréttum.

Þetta eru fyrstu breytingar á upplýsingasöfnun BBA í áratug.