Eygó Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra, hefur lagt fram á lögum frumvarp til breytinga á húsaleigulögum, en markmið frumvarpsins er að auka réttaröryggi leigjenda og skapa betri umgjörð um samskipti leigusala og leigutaka.

Undanþágur takmarkaðar

Meðal breytinga sem frumvarpið felur í sér er að að heimidir félaga sem starfa í þágu velferðar og ekki í hagnaðarskyni til að víkja fá ákvæðum laganna er skert verulega. Í athugasemdum með frumvarpinu kemur fram að undanþágan eigi við um stóran hluta íslensks leigumarkaðar, s.s. sveitarfélög, byggingarsjóð námsmanna og önnur leigufélög sem eru félagsleg í eðli sínu. Ef að undanþágan eigi að vera svona víðtæk þá er gildissvið laganna takmarkað töluvert. Húsaleigulög eiga að veita leigutökum ákveðna lágmarksvernd. Um er að ræða neytendavernd og verður að telja mikilvægt að sú vernd nái einnig til þeirra hópa sem kunna að standa höllum fæti við samningagerð af því tagi sem lögin fjalla um. Lögin hljóta því að verða að vera þannig úr garði gerð að allir geti farið eftir þeim þannig að ekki þurfi að koma til svo víðtækrar undanþágu frá annars ófrávíkjanlegum ákvæðum laganna, segir í athugasemdum með frumvarpinu

Fyrirframgreiðsla leigu óheimil

Samkvæmt frumvarpinu verður einungis heimilt að krefjast trygginga en ekki fyrirframgreiðslu leigu, þó þannig að áfram verði heimilt að krefjast greiðslu húsaleigu fyrsta dag hvers mánaðar fyrir fram fyrir einn mánuð í senn. Hámarksfjárhæð tryggingarfjár er gert ráð fyrir að leigusali geti áfram að hámarki óskað eftir tryggingarfé, þ.e. tryggingu í reiðufé, sem nemur þriggja mánaða leigugreiðslum.

Uppsagnarfrestur lengdur þegar lögaðili er leigusali

Greinarmunur verður gerður á lengd uppsagnarfrests þegar leigusali er annars vegar einstaklingur og hins vegar leigufélag sem í atvinnuskyni leigir út íbúðarhúsnæði. Áfram er gert ráð fyrir sex mánaða uppsagnarfresti af hálfu leigusala þegar um er að ræða einstakling sem leigir út íbúðarhúsnæði. Lagt er til að uppsagnarfrestur af hálfu lögaðila sem í atvinnuskyni leigja út íbúðarhúsnæði verði tólf mánuðir hafi leigjandi haft íbúðarhúsnæði á leigu lengur en eitt ár. Með þessari breytingu er leitast við að stuðla að aukinni festu á leigumarkaði og ekki síst auknu réttaröryggi leigjenda