*

laugardagur, 15. ágúst 2020
Innlent 11. september 2018 08:25

Breytingar á flugframboði hafi víðtæk áhrif

Jóhannes Þór, framkvæmdastjóri SAF, segir að breyting á flugframboði muni koma til með að hafa vítæk áhrif á ferðaþjónustuna.

Ritstjórn
Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Þröstur Njálsson

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir í samtali við vef Túrista að breyting á flugframboði muni koma til með að hafa fjölbreytileg og vítæk áhrif á ferðaþjónustuna. 

„Óvissa er almennt óholl í fyrirtækjarekstri. Mikilvægi stöðugleika í flugframboði til landsins er auk þess augljóst þar sem yfirgnæfandi meirihluti ferðamanna með Ísland sem áfangastað koma hingað með áætlunarflugi. Við fylgjumst áfram með stöðunni,“ segir Jóhannes Þór í samtali við Túrista.

Óhætt er að fullyrða að mikilvægi Icelandair og WOW air fyrir íslenska ferðaþjónustu en um þriðjungur erlendra ferðamanna var farþegi Icelandair og fjórði hver kom með WOW air. 

Samtök ferðaþjónustunnar standa fyrir fundi um stöðu ferðaþjónustunnar sem hefst nú klukkan 08:30.