Breytingar hafa verið gerðar á rekstrarformi og stjórn Framtakssjóðs Íslands (FSÍ) samkvæmt hlutafélagaskrá.

Fyrir það fyrsta hefur rekstrarformi sjóðsins verið breytt úr einkahlutafélagi yfir í hlutafélag, þannig að sjóðurinn heitir nú FSÍ GP hf. í stað FSÍ GP ehf.

Þá hafa þeir Jón Steindór Valdimarsson og Georg Páll Skúlason vikið úr stjórn sjóðsins en í stað þeirra hafa þeir Hreiðar Bjarnason, framkvæmdastjóri hjá Landsbankanum, og Sveinn Hannesson, framkvæmdastjóri Gámaþjónustunnar og stjórnarmaður í Samtökum iðnaðarins, tekið sæti í stjórninni.