Seðlabanki Íslands hefur gert breytingar á innflæðishöftum bankans.Breytingarnar fela í sér lækkun á bindingarhlutfalli reglnanna úr 40% í 20%. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankanum.

Í tilkynningunni segir að in sérstaka bindingarskylda á fjármagnsinnstreymi á skuldabréfamarkað og í hávaxtainnstæður var sett á í júní 2016 með það að markmiði að tempra og hafa áhrif á samsetningu innstreymis erlends fjármagns á innlendan skuldabréfamarkað og hávaxtainnstæður og til að styrkja miðlunarferli peningastefnunnar. Segir bankinn að nú hafi myndast aðstæður til að lækka bindingarhlutfallið með minni vaxtamun gagnvart útlöndum og lægra gengi krónunnar.

Seðlabankinn vekur athygli á því að að framangreindar breytingar leiða einnig til lækkunar á bindingarfjárhæð sem þegar er á bindingarskyldum reikningum og geta fjárfestar sem eru með bundið fé óskað eftir útgreiðslu sem nemur mismuninum á endurreiknaðri bindingarfjárhæð.,

Töluverð gagnrýni hefur verið uppi um innflæðishöftin á síðustu misserum. Sagði Jón Bjarki Bentsson , dögunum að höftin hefðu bitið fast í skuldabréfamarkaðinn og líklega valdið því að misræmi hafi skapast milli framboðs og eftirspurnar. Þá benti Ásgeir Jónsson á að höftin hjálpuðu ekki til við að auka samkeppni á fjármagnsmarkaði.