Áslaug Björgvinsdóttir héraðsdómslögmaður hefur gengið í eigendahóp lögmannsstofunnar LOGOS.  Áslaug hefur starfað á stofunni frá árinu 2007 en það ár útskrifaðist hún með M.L. í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún lauk framhaldsnámi í evrópskum hugverkarétti frá Stokkhólmsháskóla árið 2012. Sérsvið hennar eru upplýsingatækni- og hugverkaréttur.

Frá árinu 2005 hefur LOGOS rekið skrifstofu í London sem sinnir flestum sviðum fyrirtækjalögfræði. Nýir eigendur á skrifstofunni í London eru ensku lögmennirnir Anna Huxster og Claire Broomhead, en þær hafa báðar starfað á lögmannsstofunni frá árinu 2011.

Broomhead starfaði áður hjá King Wood Mallesons í Sydney í Ástralíu og þar áður hjá Eversheds í Englandi. Hún hefur meðal annars sérhæft sig  í breskum og alþjóðlegum yfirtökum og samrunum, samstarfssamningum og verkefnum tengdum fjárhagslegri endurskipulagningu.

Huxster starfaði áður hjá lögmannsstofunni Lawrence Graham í London. Hún hefur unnið að mörgum stórum deilumálum fyrir íslenska og erlenda viðskiptavini sem rekin hafa verið erlendis á undanförunum árum.