Kosið verður um öll sæti í fulltrúadeild Bandaríkjaþings á morgun.  Jafnframt verður kosið um 37 af 100 sætum í öldungardeildinni og 36 ríkisstjóra.

Nýjasta könnun WSJ/NBC sýnir að Repúblíkanar munu fá 49% fylgi en demókratar 43% meðal skráðra kjósenda sem líklegir eru að kjósa.  Er það mikil fylgissveifla frá forsetakosningunum fyrir tveimur árum þegar Barack Obama sigraði örugglega.

Miklar líkur eru á því repúblíkanar nái meirihlutanum af demókrötum í fulltrúardeildinni.  Könnun WSJ/NBC sýnir að repúblíkanar bæta við sig 60 sætum og verði með 238 sæti á móti 197 sætum demókrata.

Hins vegar er afar ólíklegt að demókratar missi meirihlutann í öldungadeildinni.  Staðan samkvæmt könnun WSJ/NBC er að hvor flokkur fái 50 sæti.  Meirihlutinn yrði þá áfram í höndum demókrata þar sem atkvæði forseta öldungardeildarinnar og varaforsetans, Joe Biden, hefur úrslitaáhrif sem 101 atkvæðið.