Stokkað verður upp í ríkisstjórninni fyrir áramót - samkvæmt heimildum fréttastofu Ríkisútvarpsins.

Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV en þar var greint frá því að líklega verður fjórum ráðherrum skipt út fyrir nýja.

Þá segir RÚV einnig að breytingar kunni að verða á bankastjórn Seðlabankans og hugsanlega einnig á stjórn Fjármálaeftirlitsins.

„Enn sem komið er eru það aðeins formenn stjórnarflokkanna sem ræða uppstokkunina. Fram kom í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, formanns Samfylkingarinnar, í þættinum Vikulokin á Rás eitt í gær að mjög naumur tími væri til stefnu til að svara háværum kröfum í þjóðfélaginu um breytingar á ríkisstjórn,“ segir á vef RÚV.

Sjá nánar á vef RÚV.