Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað Sigurbjörn Ingimundarson varaformann í stjórn Íbúðalánasjóðs í stað Þorsteins Arnalds og jafnframt skipað Valdimar Valdemarsson sem fastamann í stjórn.

Sigurbjörn BA námi í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík 2010, á árunum 2010 til 2013 stundaði hann framhaldsnám í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann leggur nú stund á MBA nám við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Hann var við starfsnám og sumarstarf hjá Landsvirkjun árið 2011, hjá LOGOS lögmannsþjónustu 2012-2014 og vinnur nú sem framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðisflokksins.

Valdimar Valdemarsson hefur verið varamaður í stjórn Íbúðalánasjóðs frá því í september 2013 og hefur undanfarið ár setið stjórnarfundi sem varamaður en hefur nú tekið sæti sem aðalmaður í stjórn.