Alþingi samþykkti á þingfundi í dag lagafrumvarp forsætisráðherra um Hagstofu Íslands.

Samkvæmt nýjum lögum fær Hagstofan heimild, í þágu hagskýrslugerðar, til að óska eftir fjárhagsupplýsingum frá fyrirtækjum og einstaklingum í atvinnurekstri um viðskipti þeirra við þriðja aðila.

Þessar breytingar á lögum eru liður í aðgerðum ríkisstjórnarinnar til að taka á skuldavanda heimilanna. Ríkisstjórnin taldi að gögn vantaði til að fá rétta mynd af stöðunni.