Félags- og húsnæðismálaráðherra hefur skipað Þorstein Arnalds varaformann í stjórn Íbúðalánasjóðs í stað Hauks F. Leóssonar.

Þorsteinn lauk M.Sc. prófi í tölfræði frá University College London árið 2000 og C.S. prófi í véla- og iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1996. Hann stýrði hættumati vegna ofanflóða á Veðurstofu Íslands 1996-2001, vann við upplýsingatækniráðgjöf hjá Nýherja 2001-2004.

Þorsteinn starfaði við þróun fasteignamatsaðferða, greiningu og útgáfu fasteignaupplýsinga hjá Þjóðskrá Íslands 2004-2012, í áhættustýringu Arion banka 2012-2014 og er nú sérfræðingur í upplýsingaöryggi hjá Persónuvernd.