Þrír nýir stjórnarmenn, þeir Dr. Ágúst Egilsson, Áslaug Gunnlaugsdóttir, héraðsdómslögmaður, og Brynhildur Kristín Ólafsdóttir tóku sæti í stjórn Saga Fjárfestingarbanka í kjölfar framhaldsaðalfundar bankans sem fór fram 28. júlí sl.

Tveir stjórnarmenn sitja áfram, þeir Gunnar Þór Gíslason, framkvæmdastjóri Sundagarða og stjórnarformaður Saga Fjárfestingarbanka, og Eggert Árni Gíslason, framkvæmdastjóri Mötu, sem var í varastjórn áður.

Úr stjórn hafa gengið Halldór Jóhannsson, sem var stjórnarformaður, Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, Jón Ármann Guðjónsson og Gunnar Már Guðmannsson.

Stokkað upp í varastjórn

Í varastjórn voru kjörnir Geir Gíslason,  Gunnar Leó Gunnarsson, Halldór Páll Gíslason, Kristinn Helgi Guðjónsson og Stefán Héðinn Gunnlaugsson. Eftir aðalfund í fyrra voru í varastjórn Bjarni Hafþór Helgason, Guðmundur Örn Þórðarson, Karl Friðriksson, Stefán Héðinn og Eggert Árni. Eggert fór í aðalstjórnina og Stefán Héðinn er áfram í varastjórn. Bjarni, Guðmundur og Karl hætta.