Breytingar hafa orðið á stjórn Sjóklæðagerðarinnar (66°Norður). Úr stjórninni ganga þeir Gunnar Jónsson og  Sigurjón Sighvatsson auk þess sem Sigurður G. Guðjónsson, lögmaður hættir sem varamaður.

Í stað þeirra koma þeir Magnús Viðar Sigurðsson og Reynir Árnason auk þess sem Helgi Rúnar Óskarsson, framkvæmdastjóri Sjóklæðagerðarinnar, kemur inn sem varamaður. Kristinn Þór Geirsson er áfram stjórnarformaður félagsins.

Þá hefur félagið skipt um endurskoðunarfyrirtæki. Deloitte er nú endurskoðunarfyrirtæki Sjóklæðagerðarinnar í stað þeirra Gunnar Þórs Ásgeirssonar og Kristinn Kristjánsson, sem báðir eru löggiltir endurskoðendur.

Eins og áður hefur komið fram hefur staðið yfir mikil barátta innan fyrirtækisins sem náði hámari síðasta haust þegar minnihlutaeigendur innan Sjóklæðagerðarinnar, með Sigurjón Sighvatsson í fararbroddi, reyndu að fá lögbann á það að Bjarney Harðardóttir, eiginkona Helga Rúnars starfaði fyrir fyrirtækið. Héraðsdómur hafnaði lögbanninu.

Sigurjón á 49% hlut í fyrirtækinu í gegnum eignarhaldsfélag sitt Egus, sem skráð er á Bresku jómfrúareyjunum). Félagið Hrós ehf (sem á 26%). Það er í eigu Helga Rúnars.