Breytingar hafa átt sér stað innan æðsta stjórnendahóps streymisveitunnar Netflix en Bela Bajaria hefur tekið við stöðu Cindy Holland sem yfirmaður sjónvarpsþáttagerðar. WSJ greinir frá.

Bajaria hefur starfað hjá Netflix síðan 2016 en Holland hafði starfað hjá streymisveitunni í tæplega tvo áratugi og lék lykilhlutverk við gerð þáttaraða líkt og House of Cards, Orange is the New Black og Stranger Things.

Þykir ráðning Bajaria og brotthvarf Holland sýna fram á að hve miskunarlaus vinnustaðamenning Netflix getur verið. Ef stjórn félagsins telur að einhver annar geti skilað betra starfi en sá stjórnandi sem fyrir er, hikar stjórnin ekki við að gera breytingar, óháð reynslu og fyrri afrekum stjórnandans sem gert er að víkja.