Hluthafafundur Existu verður haldinn 6. desember næstkomandi þar sem ný stjórn verður kosin. Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Existu, segir einhverjar breytingar verða á stjórninni á fundinum þar sem erlendu bankarnir í hluthafahópnum ætli að skipa nýjan mann í stjórn.

Hann segir nýja stjórn ætla í kjölfarið að gefa sér sex mánuði til að fara yfir framtíðarskipulag samstæðunnar. „Við munum kanna hvort þessi fyrirtæki eigi að vera skráð og kanna hvort það sé leið til að endurfjármagna rekstur þeirra. Það eru allskonar spurningar sem við verðum að svara og við munum setja í gang skoðun til að svara þeim.“ Í nauðasamningsfrumvarpi Existu kom fram að Skipti, Lýsing og Bakkavör væru verulega skuldsett og lítið nettó verðmæti væri fólgið í hlutafé þeirra sem stendur.

_____________________________

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum og þeir sem ekki hafa lykilorð geta sótt um það hér .