Benedikt Jóhannesson, einn af forsvarsmönnum Viðreisnar, segir að skoðun hreyfingarinnar á ESB aðild hafi ekki breyst í kjölfar samkomulags sem Grikkland gerði við lánardrottna til að fá neyðarlán. Samkomulagið kallar á róttækar efnahagsaðgerðir og niðurskurð.

„Við erum nú heldur staðfastari en það. Við höfum lýst því yfir að aðalmarkmið okkar er að koma á stöð-ugleika og frelsi í viðskiptum og markaðslausnum þar sem það á við. Mörgu af því náum við með fullri Evrópusambandsaðild,“ segir Benedikt.

Hann bendir á að atriði eins og slæm skuldastaða Grikklands og rótgróin óstjórn geri það að verkum að staða þeirra sé ekki sambærileg þeirri íslensku.