Færri greiða fjármagnstekjuskatt en áður en álagður fjármagnstekjuskattur var þó 10,3 milljarðar króna sem er 1,4% hækkun milli ára. Þeir sem greiða skattinn eru nú 39 þúsund en voru áður tæplega 47 þúsund. Þetta kemur fram í tilkynningu fjármálaráðuneytisins.

Þann 1.ágúst nk. koma til útborgunar úr ríkissjóði til framteljenda 20,4 milljarðar króna en í fyrra var sú upphæð 23,7 milljarðar. Stærsti hlutinn af þessari upphæð eru vaxtabætur sem nema 7,6 milljörðum.

Tekjuskatts- og útsvarsstofn landsmanna árið 2011 nam 876,1 milljörðum króna sem er 7,8% hækkun frá fyrra ári.

  • Sundurliðun á útgreiðslu 1.ágúst

    Liður m.kr.

    Barnabætur 1.972

    Vaxtabætur 7.623

    Sérstök vaxtaniðurgreiðsla 2.635

    Ofgreidd staðgreiðsla tekjuskatts og útsvars 6.975

    Ofgreidd staðgreiðsla fjármagnstekjuskatts 741

    Annað 447

    Alls 20.394