Aston Baltic SIA í Riga í Lettlandi er í eigu Kögunarsamstæðunnar að 2/3 hlutum og skilaði hagnaði á fyrri hluta ársins samkvæmt árshlutauppgjöri Kögunar. Rekstur fyrirtækisins var að mestu í samræmi við áætlanir. Meðeigendur Kögunar í fyrirtækinu eru þeir Gísli Reynisson og Lýður Friðjónsson sem hafa verið umsvifamiklir fjárfestar í Eystrasaltslöndunum. Hjá fyrirtækinu starfa 18 starfsmenn sem sérhæfa sig í sölu, innleiðingu og þjónustu á MBS XAL og Axapta viðskiptahugbúnaði. Velta á starfsmann er lægri og ekki sambærileg við rekstrartölur svipaðra fyrirtækja á Íslandi. Þetta kemur fram í Viðskiptablaðinu í dag.

Að sögn Gunnlaugs M. Sigmundssonar, forstjóra Kögunar, þá eru tiltölulega skammt síðan Kögun kom að rekstri fyrirtækisins og því hefur ekki gefist mikill tími til þess að setja sig inn í rekstur fyrirtækisins í Lettlandi. Gunnlaugur sagði að þarna væri ekki um að ræða mikla fjárhagslega áhættu fyrir Kögun og því hefði annað kallað á athygli þeirra á sama tíma.

- Nánar í Viðskiptablaðinu í dag.