Frumvarp velferðarráðherra um breytingar á ellilífeyriskerfi almannatrygginga getur hækkað lífeyrisgjöld úr almannatryggingakerfinu verulega á næstu árum verði það að verulega. Hækkunin gæti numið 2-3 milljörðum króna á næsta ári og komið í 9-10 milljarða árið 2017. Á þessu fimm ára tímabili yrði útgjaldaaukningin um 23,3 milljarðar króna á þessum fimm árum.

Morgunblaðið segir í blaðinu í dag að tölurnar megi lesa úr gagnrýnni umsögn fjárlagaskrifstofu fjármálaráðuneytis sem fylgir frumvarpinu. Í umsögninni er gagnrýnt að ekki hafi verið haft samráð fjármála- og efnahagsráðuneytið um möguleg áhrif þess á ríkissjóð eins og tíðkast hafi með mál af þessari stærðargráðu. Þá segir í umsögninni að frumvarpið, verði það að lögum, geti falið í sér mikla veikingu á þeim horfum í ríkisfjármálum sem stjórnvöld hafa tekið mið af.

Frumvarpinu var útbýtt á Alþingi í fyrrakvöld og byggir það á niðurstöðum starfshóps, sem fulltrúar allra flokka og fjölmargra hagsmunasamtaka m.a. á vinnumarkaði, áttu sæti í og skilaði niðurstöðum á seinasta ári. Þar eru lagðar verulegar breytingar á bótum ellilífeyrisþega.