Hagstofan birti í gær nýjar tölur um myndbönd og mynddiska, en að ofan er borið saman söluandvirði myndbanda og mynddiska eftir því hvort þau voru seld til útleigu eða beint til notenda. Sem sjá má er rúmur áratugur síðan menn tóku að kaupa myndir í meiri mæli en þær voru leigðar og vídeóleigurnar hafa smám saman verið að lognast út af núna. Rétthafar hafa tæpast sýtt það, svo ákaflega sem tekjurnar jukust.

Nú er salan aftur að dragast saman enda færist leiga og kaup á netinu sífellt í aukana, eftir því sem Netflix, Apple og Amazon hafa fært út kvíarnar út að endimörkum hins byggilega heims.

Söluandvirði sölu- og leigumynda frá 1998 til 2011
Söluandvirði sölu- og leigumynda frá 1998 til 2011