*

miðvikudagur, 5. ágúst 2020
Innlent 9. mars 2019 11:05

Breytt tekjumynstur

Sjónvarpsmiðlar taka til sín helming allra tekna fjölmiðla samkvæmt tölum Hagstofunnar.

Ritstjórn
vb.is

Breytingar á fjölmiðlaumhverfi sjást vel á grafinu að ofan, en það er gert samkvæmt tölfræði Hagstofunnar um hlutfallslega skiptingu á tekjum fjölmiðla eftir gerð þeirra.

Miðað við allt fjasið um áhrif netmiðla á hina hefðbundnu kemur sumum sjálfsagt á óvart hvað þeir taka lítið til sín af tekjum, en ruðningsáhrifin af stórauknu framboði ókeypis frétta og fjölmiðlaefnis hafa auðvitað gert gömlu miðlunum erfitt fyrir.

Stóra sagan að ofan er hins vegar hvað dagblöð og vikurit hafa látið mjög undan síga. Og svo auðvitað hvað sjónvarpsmiðlar taka mikið til sín af tekjum um og yfir helming orðið.