Neysla á tónlist er mjög háð tískusveiflum, en duttlungar múgsins í þeim geira menningariðnaðar eru öllum kunnir. Ef horft er hjá dægursveiflunum má einnig greina breytta tísku hvað tæknibreytingar áhrærir. Sem er í sjálfu sér ekkert skrýtið, áhrif tækniframþróunar á alls kyns menningarvöru eru vel þekkt.

Þegar litið er til sölu á tónlist frá 1991 má sjá hvernig geislaspilarar komust í tísku á 9. áratugnum, bílgeislaspilarar verða vinsælir er líður á hinn tíunda, netið og Napster veita högg um aldamótin, en tilkoma iTunes og tonlist.is um 2003 er fyrirboði varanlegri breytinga á neysluháttum tónlistar.

Eins og sést síðan mjög afdráttarlaust á tölfræði um sölu á stafrænum skrám, sem farið var að safna 2010.